BLÓÐMERI
BLOOD MARE

Blóðmeri er ljóðræn stuttmynd með sterkan samfélagslegan undirtón. Í verkinu fylgjum við þremur vinkonum á ferðalagi þeirra um landið eftir að hafa flúið erfiðar aðstæður. Þó ferðalagið sé bókstaflegt, er andlegi hlutinn ekki síður stór hluti af sögunni og það sem við verðum vitni að.
Vinkonurnar eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. 


Á ferðalaginu eru þær umkringdar íslenskri náttúru og minntar á að fegurðin er allt umlykjandi, en að sársaukinn er það einnig, þegar þær mæta hóp af Blóðmerum* með folöldin sín út á túni.

*Blóðmerar teljast þær merar sem aðeins eru notaðar í þeim tilgangi að taka blóð úr þeim þegar þær eru fylfullar.  Blóðið úr merunum er notað til þess að búa til frjósemislyf ætluð öðrum dýrum, svo sem svínum og sauðfé. Folöldum meranna er yfirleit slátrað stuttu eftir fæðingu. 

Blood Mare is a poetic short film with a strong social undertone. We follow three young woman on their journey around the country towards a safe space, after escaping violent conditions. Their trip is a spiritual journey where they are surrounded by Icelandic nature, reminded that beauty is all around us but so is pain, when they come across a group of blood mares out on a field.
Blood Mare is made with compassion and dedicated to all female creatures that have been affected by abuse and violence. 

* Blood mares are mares used only for the purpose of drawing their blood in the early stages of pregnancy, one month after conception. The blood contains a hormone which is used to increase fertility in mammals, mostly pigs and sheep. The foals from blood mares are slaughtered shortly after birth. 

MOOD BOARD

TÖKUSTAÐIR

Myndbandið verður tekið á tveimur stöðum á landinu og tökutími er áætlaður 3 dagar. Fyrst munum við taka fyrri hluta myndbandsins á gangi í Reykjavík og fer heill dagur í það. Daginn efir verður svo haldið norður til Skagafjarðar, þar sem miðnætursólin er hvað fallegust á Íslandi, og ferðin norður nýtt til að taka inni bílasenur og úti bílasenur þegar við komum á áfangastað. Dagurinn eftir það er svo alfarið helgaður senum með hestunum. Við höfum þegar fengið aðgang að hestum í gegn um konu sem rekur hestarækt og skaffar hún einnig gistingu fyrir allt tökuliðið. Um kvöldið verður svo keyrt aftur til Reyjavíkur.