LISTRÆNIR STJÓRNENDUR
CREATORS

LEIKSTJÓRI
DIRECTOR

Dominique Sigrúnardóttir er 31 árs leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu af leikarabraut árið 2015. Dominique hefur leikstýrt stuttmyndum, tónlistarmyndbandi og tveimur menntaskólasýningum fyrir Verzlunarskóla Íslands. Þær sýningar sem hún leikstýrði fyrir Listafélag Verzlunarskólans, THE BREAKFAST CLUB og SKÖMM, nutu mikilla vinsælda en Dominique var einnig höfundur á verkinu, SKÖMM
 

Undanfarin tvö ár hefur Dominique starfað aðallega við kvikmyndagerð; sem aðstoðarleikstjóri Ragnars Bragasonar við tökur á sjónvarpþáttunum FANGAR og einnig sem aðstoðarleikstjóri og Casting Director fyrir nýjustu kvikmynd Benedikts Erlingssonar, KONA FER Í STRÍÐ. 

 

Dominique mun hefja Meistaranám í Ritlist við Háskóla Íslands í haust, þar mun hún vinna að eigin handriti að sjónvarpseríu sem byggir á raunveruleika íslensks ungs fólks.

 

Dominique Sigrúnardóttir is a 31 year old actress, writer and director. She graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2015, with a Bachelors degree in Acting. She has directed short films, music videos and plays for the Commercial School of Iceland. Most recently Dominique has worked in filmmaking; as an assistant director to Ragnar Bragason in the TV series FANGAR (Prisoners) and also as Assistant and Casting Director for Benedikts Erlingsson's latest film, WOMAN AT WAR.

Next up, Dominique will start be starting her Master's degree studies in Creative Writing at the University of Iceland in autumn 2018.

Mynd: Saga Sigurðardóttir

Mynd: Saga Sigurðardóttir

KVIKMYNDATAKA
DIRECTOR OF PHOTOGRAPHY

Baltasar Breki er 29 ára leikari og kvikmyndagerðarmaður. Breki, eins og hann er iðulega kallaður, útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið að vinna sem atvinnuleikari síðan þá. Sviðsupsteningar sem hann hefur leikið stór hlutverk í eru meðal annars SPORVAGNINN GIRND, Í HJARTA HRÓA HATTAR og DJÖFLAEYJAN.

 

Baltasar hefur einnig verið að vinna við kvikmyndagerð síðan hann var 15 ára gamall í allflestum deildum hennar; framleiðsludeild, ljósadeild, effektadeild og leikmyndadeild svo eitthvað sé nefnt.

 

Hann er hinsvegar þekktastur fyrir hlutverk sitt í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum ÓFÆRÐ og bíómyndinni VARGUR sem kom út núna í vor 2018. Upp á síðkastið hefur hann verið að færa sig meira yfir í kvikmyndatöku og leikstjórn og leikstýrði núna síðast tónlistarmyndbandi fyrir rafhljómsveitina GUS GUS.

 

Baltasar Breki is a 29-year-old actor and filmmaker. Breki, as he is often called, graduated with a BA degree in Acting from the Iceland Academy of the Arts in 2015 and has been working as a professional actor since. 

Baltasar has worked in filmmaking since he was 15 years old in various departments; Production and Lighting department, to name a few.  

He is, however, best known for his role in the series TV series ÓFÆRÐ (Trapped) and the movie VARGUR, which came out in spring 2018. Lately, he has been moving more to film and directing and recently directed a music video for the band GUS GUS.

FRAMLEIÐANDI
PRODUCER

Sigríður Rut er 28 ára kvikmyndagerðarkona með BA gráðu í fjölmiðlafræði og MA gráðu í menningarmiðlun þar sem hún lagði áherslu á ljósmyndun og heimildarmyndagerð. Síðustu ár hefur Sigríður starfað sem kennari, ljósmyndari og við kvikmyndagerð, meðal annars í VÍTI Í VESTMANNAEYJUM, ÓFÆRÐ, INTERSTELLAR, MATARGLEÐI EVU og fleiru.

 

Sigríður er nú að vinna að ljósmyndaseríu um kaupmanninn á horninu, þar sem hún ferðaðist hringinn í kringum landið og tók ljósmyndir af öllum þeim kaupmönnum sem eftir eru á landinu. 

 

https://www.siggamarrow.com/   

Sigríður Rut is a 28 year old filmmaker with a BA degree in Media Studies and a MA degree in Cultural Media, emphasizing on photography and documentary production. In recent years, Sigríður has worked as a teacher, photographer and filmmaker.
 

https://www.siggamarrow.com/

Mynd: Sigurgeir, DV