LEIKARAR

ACTORS

STEINUNN ARINBJARNARDÓTTIR

Steinunn Arinbjarnardóttir er 23 ára gömul.
Hún er klassískt menntaður fiðluleikari og hún hefur einnig stundað dansnám og hestamennsku frá barnsaldri.
Steinunn stundar nám við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast þaðan með Bachelor gráðu af leikarabraut vorið, 2019.

MARINELLA ARNÓRSDÓTTIR

Marinella Arnórsdóttir er 25 ára gömul.
Hún  útskrifaðist með Bachelor gráðu í bókmenntafræði árið 2017. Í haust mun Malla, eins og hún er iðulega kölluð, hefja Mastersnám í ritlist við Háskóla Íslands.

MARTA HLÍN ÞORSTEINSDÓTTIR

Marta Hlín Þorsteindóttir er 22 ára gömul. Hún stundar Bachelornám í nútímadansi við Institute of the Arts Barcelona.
Marta hefur æft dans frá þriggja ára aldri og tekið þátt í óteljandi verkefnum tengt dansi síðan þá, bæði sem dansari og höfundur. Hún mun útskrifast vorið 2019.

ALBERT HALLDÓRSSON

Albert Halldórsson er 31 árs leikari.
Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur síðan þá leikið á sviði og kvikmyndum, ásamt því að talsetja teiknimyndir. Síðasta hlutverk Alberts færði honum mikið lof, en það var í verkinu Ahhh eftir leikhópinn RATATAM, sem fékk prýðisdóma (5 stjörnur, Jón Viðar fyrir fréttablaðið) í vor og heldur áfram á fjölum Tjarnarbíós í haust.